80 vörina. Á skjá spjaldtölvunnar blikkar niðurtalningin í sífellu enda styttist í endalokin. Geimveran veit vel að hún verður að koma sér burt. Bráðum senda Poffarar þúsundir öflugra eldflauga til Jarðar. Í þeim eru mörghundruð lítrar af vökva sem mun rigna yfir plánetuna. Á nokkrum sekúndum mun tegundin Homo Sapiens bráðna ofan í jörðina og hverfa fyrir fullt og allt. Aðrar dýrategundir munu hins vegar lifa af. PóGó á erfitt með að einbeita sér. Það er ekki auðvelt að skrifa ræðu þegar hugurinn er á fleygiferð. PóGó langar að segja svo margt en á erfitt með að koma því í orð. Geimveran trommar með fingurgómunum á borðið og brýtur heilann. Allt í einu man hún eftir tónlistinni sem hún heyrði daginn áður. Þéttur takturinn rifjast upp fyrir PóGó. Rapparinn Eminem vissi nákvæmlega hvernig það var að opna munninn án þess að nokkuð kæmi út. Svo þurfti hann bara að minna sig á hvað var í húfi. Ég á bara einn séns, hugsar PóGó. Ég má ekki missa af tækifærinu til þess að gera eitthvað sem virkilega skiptir máli. Yðar hágöfgi, Lúlú Karólarólína, drottningin af Poff, skrifar PóGó og loks byrja orðin að flæða.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=