Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum

79 „Ég vildi óska að það væri það einfalt,“ svarar PóGó og dæsir. „Mig langar að segja öllum á Poff hvað ég hef lært síðan ég kom til Jarðar. Segja þeim að mannfólk sé ekki allt eins, eins og átta milljarðar maura. Að þið séuð þvert á móti mjög fjölbreytt tegund, skapandi og skemmtileg og að Poffarar gætu lært heilmikið af ykkur.“ Tárin halda áfram að streyma niður loðnar kinnar geimverunnar á meðan hún talar. „Til þess að stöðva útrýminguna þyrfti ég að ná sambandi við Poff en það er ekki hægt. Geimskipið mitt er bilað. Ég þarf að komast út fyrir lofthjúp Jarðar til þess að senda skilaboðin.“ „Þá gerum við bara við geimskipið,“ segir Sindri fullur bjartsýni. Sonja gengur að geimverunni og leggur aðra höndina á öxl hennar. Hún horfir djúpt í augu PóGó. Í þetta skiptið þarf ekkert táknmál. PóGó veit hvað Sonja meinar. Þetta verður allt í lagi, hugsar PóGó og lítur í kringum sig. Adam stingur upp á því að hittast við sundlaugina eftir skóla og ganga saman að geimskipinu. Þangað til hefur PóGó verk að vinna. Geimveran heldur rakleitt á bókasafnið til þess að semja ræðu. Það er eins gott að ná að sannfæra drottninguna. Ef ég kemst þá út fyrir lofthjúpinn í tæka tíð, hugsar PóGó og bítur í neðri

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=