Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum

77 geimveran og finnur að eitthvað er að breytast, því henni líður eins og kannski geti hún sjálf ákveðið hvað hún vill gera. Andrúmsloftið breytist aftur. Krakkarnir eru ennþá reiðir en virðast þó skilja að PóGó hefur ekkert val. „Geturðu ekki stöðvað drottninguna?“ spyr Sindri og Adam grípur orðið. „Þú segir henni bara að jörðin sé ömurlegur áfangastaður fyrir sumarfrí. Það er alveg alls konar vesen. Bara á síðasta ári voru eldgos, flóð, fellibyljir, þurrkar og hitabylgjur, að ég tali nú ekki um kuldaköstin. Ef þér finnst rigningin óþægileg þá ættirðu að upplifa alvöru frost. Þetta er alls ekki rétta plánetan til að hafa það kósý.“ Krakkarnir dæla út hugmyndum að leiðum til þess að láta drottninguna hætta við útrýminguna. Mars stingur upp á því að segja að stórhættulegur froskaflensufaraldur geisi á Jörðinni. Sindra líst hins vegar betur á að segja að lífríki Jarðar hafi verið lagt í rúst af morðóðum rottum. Allt í einu heyrist lítil rödd úr fjarska. „Segðu bara satt …“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=