76 þið kannski heimilislaus? Þið getið örugglega búið hérna líka! Við búum bara til pláss.“ „Ég vil ekki tortíma ykkur … og nei, okkur vantar ekki nýtt heimili. Drottningin þarf bara … Hana langar í nýja plánetu til þess að heimsækja þegar hún fer í frí og svona.“ Orðin hljóma enn kjánalegri upphátt. Geimveran vissi svo sem að verkefnið væri hvorki göfugt né mikilvægt. Hins vegar hélt hún það skipti engu máli þar sem mannfólk væri ekki þess virði að bjarga. „Ég ræð engu um þetta. Þið skiljið það, er það ekki? Drottningin sendi mig í verkefni sem átti að vera fljótlegt og einfalt … en svo kynntist ég ykkur …“ Allt í einu er eins og PóGó sé með hárbolta í hálsinum. Augu geimverunnar verða rennandi blaut og hún á erfitt með að kyngja. „Hvað er að gerast?“ spyr PóGó og reynir að þurrka á sér augun. „Þú ert að gráta,“ segir Sonja með því að strjúka vísifingrum til skiptis niður fyrir framan kinnarnar. „Mig langar ekki að útrýma neinum. En það er bara það sem Poffarar gera … þeir hlýða drottningunni.“ segir
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=