75 ELDGOS, FLÓÐ OG FELLIBYLJIR Krakkarnir grípa andann á lofti. Um leið þyngist stemningin í kofanum. Þau stara öll á PóGó. Strangt augnaráð Sonju og Sindra lendir á geimverunni eins og ísköld rigning. „Hvað er í gangi?“ spyr Tomasz sem hefur ekki hugmynd um hvað stendur á skjánum. „PóGó ætlar að útrýma Jörðinni!“ segir Mars og setur hendur á mjaðmir. „Nei, reyndar ekki allri Jörðinni,“ útskýrir PóGó hikandi. „Bara ykkur … mannfólkinu.“ Leiðréttingin gerir lítið gagn. Krakkarnir virka alveg jafn reið og áðan. Öll nema Tomasz. Svipurinn á andliti hans lýsir frekar sorg eða vonbrigðum. „Ég hélt við værum vinir,“ segir Tomasz og krakkarnir taka undir. „Af hverju myndirðu vilja tortíma okkur? spyr Adam og leitar að skýringu. „Ætla hinar geimverurnar svo að leggja undir sig Jörðina? Er plánetan ykkar kannski í hættu? Eruð
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=