73 PóGó opnar bakpokann til þess að koma nýjustu miðunum fyrir. Þar úir og grúir af gulum miðum sem eru orðnir svo margir að spjaldtölvan rúmast þar varla lengur. PóGó hefur enn ekki fokið út í veður og vind og getur því líklega treyst þyngdaraflinu. PóGó tínir því grjótið úr töskunni og þjappar miðunum neðar. Þessu fylgir töluvert vesen og límið á gulu miðunum flækist fyrir. Kennslustundinni er að ljúka og börnin byrja að ganga frá og þvo penslana. Tíminn er naumur. Geimveran verður að forða sér áður en einhver færir trönurnar. Hún hefur engan tíma til þess að kynnast fleiri mannabörnum auk þess sem eitthvert þeirra gæti látið kennarann vita. „Viltu hjálp?“ spyr Mars. „Já, geturðu tekið spjaldtölvuna?“ spyr PóGó. Saman troða þau síðustu miðunum ofan í töskuna. Svo hlaupa þau út og ná loks andanum inni í kofa á skólalóðinni. Mars og Adam fylgja á eftir og fljótlega bætast Sonja, Sindri og Tomasz í hópinn. Þau hlusta spennt þegar Mars segir þeim frá hasarnum í lok myndlistatímans. PóGó kastar mæðinni og finnur streituna líða úr vöðvunum. „Hvað er þetta?“ spyr Mars allt í einu og tónninn í röddinni hefur breyst.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=