Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum

71 Geimveran er orðin mjög ringluð. Alls kyns hugtök hafa ratað niður á blað og það er flókið að halda utan um alla þessa nýju þekkingu. Auðveldast finnst PóGó að skilja upplýsingarnar þegar hægt er að tengja þær við ákveðið fólk. Mars segist vera með ADHD og upplifi bæði athyglisbrest og ofvirkni. „Ofvirkni? Þú?“ spyr ég og horfi á sallarólegt barnið fyrir framan mig. „Já, ADHD lýsir sér á ólíkan hátt hjá fólki,“ svarar Mars og brosir. „Svo eru mörg á lyfjum, sem minnka einkennin.“ „Er hann líka með adéhádé?“ spyr PóGó og lítur á Adam sem er enn niðursokkinn í sköpun listaverksins. „Ég held að Adam sé á einhverfurófinu. Þú færð samt bestu svörin ef þú spyrð hann bara sjálfan, hann þekkir sig væntanlega best af öllum.“ „Er það ekkert dónalegt? Að ganga bara upp að fólki og spyrja hvað sé að því?“ „Jú, ef þú orðar það þannig,“ hlær Mars. „Það er ekkert AÐ. Adam er með fullt af frábærum eiginleikum og sumir þeirra tengjast einhverfurófinu. Ég er sjálft mjög þakklátt fyrir ADHD-ið mitt, þótt það sé stundum krefjandi og erfitt. Það hjálpar mér líka að vera skapandi, lætur mig hugsa út fyrir kassann og sjá hluti á nýjan og spennandi hátt.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=