Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum

69 Kennarinn heldur áfram að tala um ásetning og vilja. Eyru geimverunnar sperrast upp og hún færir sig örlítið nær, í von um að heyra betur til hans. PóGó er með trönurnar fyrir framan sig, eins og skjöld, og hlustar á boðskap kennarans. „Einlægni er lykillinn að sannri sköpun. Um leið og þið hættið að vanda ykkur fyrir næsta mann þá byrja töfrarnir að gerast.“ „En … ég get ekki sleppt því að vanda mig!“ segir Adam hneykslaður. „Þú mátt að sjálfsögðu vanda þig Adam,“ segir kennarinn og brosir. „Svo lengi sem þú eyðir ekki tíma í að búa til eitthvað fínt fyrir mig eða hina krakkana. Málaðu bara það sem býr í þínu hjarta. Þar finnurðu fegurðina.“ PóGó hlustar agndofa á kennarann. Það hefur aldrei neinn á Poff kunnað að meta það sem PóGó teiknar. Kannski er óþarfi að hugsa út í það. Líklega er best að teikna bara fyrir sig, hugsar PóGó og brosir. „Hið sama á svo við um allt annað í lífinu,“ heldur kennarinn áfram. „Þið getið öll sungið, eldað og leikið. Svo lengi sem þið reynið ekki að ganga í augun á neinum nema ykkur sjálfum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=