Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum

68 kynnst síðustu daga. Teikningin er ekki sérlega nákvæm en það sést þó vel hver er hvað. PóGó hlakkar til skoða myndina og rifja upp skemmtilegar minningar þegar heim er komið. Það verður gaman … Eða er það ekki annars? Óþægilegur magaverkur gerir vart við sig og allt í einu er eins og PóGó geti ekki andað alveg jafn djúpt og áður. Erfiðar hugsanir flæða fram. Kannski mun mér ekki líða vel að skoða mynd af krökkunum í framtíðinni. Það gæti jafnvel verið dálítið erfitt og sárt. Eftir aðeins einn dag þarf ég að þurrka út mannkynið eins og það leggur sig og þar með alla nýju vini mína. Magaverkurinn magnast og í smá stund er eins og lungnapokarnir séu helmingi minni en þeir eiga að vera. PóGó lítur í kringum sig, á glaðleg börn með pensla á lofti. Á trönunum hafa orðið til myndir af ótal ólíkum regnbogum, fallegum fjöllum og litlum álfum. Mars hefur málað stóra mynd af dýri sem PóGó heldur að kallist hestur. Krakkarnir hlæja og spjalla og kennarinn situr slakur, með fætur upp á skrifborði og trommar með blýanti á lær sér. Einstaka sinnum biður barn um hjálp. Kristófer kennari sprettur á fætur og dáist að litanotkun og stílbrigðum barnanna. Hann hvetur þau til þess að „kafa dýpra“. Það skilur PóGó ekki alveg því hér er ekkert vatn, nema í vaskinum úti í horni. „Mistök eru frábær,“ segir hann hátt yfir allan hópinn. „Aðeins með því að gera mistök sjáum við hvernig við viljum ekki hafa listaverkið. Það er alveg jafn mikilvægt og að vita hvernig við viljum að listaverkið sé.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=