66 „Er það hægt?“ spyr PóGó hissa. „Sumir geta það. Mér finnst það frekar erfitt,“ svarar Mars einlægt. „Ég verð stundum svo reitt þegar krakkar haga sér eins og fávitar. Þá langar mig að segja eitthvað ljótt til baka.“ „Ég veit hvað þú meinar,“ segir Tomasz. „Ég held það sé samt betra að tala við einhvern fullorðinn, frekar en að svara bullinu … eða hefna sín.“ Mars hrukkar ennið hugsi. Svo tekur hán hendurnar upp úr vösum og setur á mjaðmir, eins og til að leggja áherslu á það sem hán segir næst. „Ég þarf engan fullorðinn til þess að verja mig eða vini mína.“ Því næst arkar Mars upp að stráknum sem hafði varað Tomasz við staurnum. PóGó heyrir ekki hvað Mars segir. Af svipnum að dæma sér strákurinn strax eftir því sem hann sagði. Því næst fylgir Mars honum í átt að Tomaszi. Strákurinn horfir skömmustulegur niður fyrir sig. PóGó heldur sig á bak við Adam og lætur lítið fyrir sér fara. „Fyrirgefðu,“ muldrar strákurinn lágt. „Aftur, og eins og þú meinir það,“ skipar Mars ákveðið.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=