Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum

65 „Jó, Tommi blindi! Passaðu þig að labba‘ ekki‘ á staur!“ segir strákur á skólalóðinni og krakkarnir í kringum hann hlæja. Í fyrstu heldur geimveran að verið sé að tala við hana. Svo áttar hún sig á því að athugasemdin var ætluð Tomaszi. „Hver var þetta?“ „Æ, bara einhver bjáni,“ svarar Tomasz og lætur sem ekkert sé. „En vildu þau ekki bara vara þig við, svo þú myndir ekki ganga á staur?“ Tomasz útskýrir að það sé enginn staur. Að stundum segi fólk eitthvað, bara til þess að vera með leiðindi og stæla. „Það kallast að stríða og þegar stríðnin verður mikil og fleiri taka þátt í henni þá heitir það einelti.“ Á skólalóðinni bíða Mars og Adam. Þau halda áfram að útskýra undarlega hegðun mannfólksins fyrir PóGó. „Sumir stríða öðrum af því að þeim líður sjálfum illa. Það segir pabbi minn allavega. Krakkarnir voru oft að stríða mér af því að heilinn minn virkar öðruvísi en þeirra. Svo hætti ég að láta það trufla mig,“ segir Adam og brosir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=