63 við Poff þyrfti PóGó að komast út fyrir lofthjúp Jarðar. Það er ekki einu sinni víst að geimskipið fari í gang eftir brotlendinguna. „Finnst þér þetta ekki töff?“ spyr Tomasz og PóGó svarar játandi. Klukkutíma síðar leggjast vinirnir örmagna á koddana. Geimveran finnur ennþá fyrir taktinum innra með sér. Það er eins og hún sé sjálf hætt að dansa en innyflin vilji dilla sér aðeins lengur. PóGó hleður niður tungumálinu ensku í forritið TuNgU. Svo skrifar geimveran þýðingu á nokkrum orðum úr texta Eminems á gulan miða. Heyrðu … ef þú ættir einn séns … eitt tækifæri til þess að fá allt sem þú vilt … eitt augnablik. Myndirðu grípa það? Eða láta það renna þér úr greipum?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=