62 geimveran sé að forðast það að stíga á oddhvassa smásteina á gólfinu. Hún er hálf fegin að Tomasz sér hana ekki, rétt á meðan hún uppgötva dansinn innra með sér. Tomaszi virðist hins vegar vera alveg sama hver sér til hans. Hann dansar um herbergið, óhræddur við að rekast á húsgögn eða hluti. Tomasz þekkir herbergið sitt út og inn og veit hvar allt er. Hér er ekki einn hlutur á röngum stað … nema þá kannski ég, hugsar PóGó. „Heyrirðu í strengjunum?“ spyr Tomasz. Geimveran reynir að einangra hljóðin sem hún heyrir. Eftir fimm mínútur hefur Eminem lokið við að koma skilaboðum sínum á framfæri. Hann hættir að rappa en píanóið, tromman og gítarinn halda áfram. Smám saman lækkar í hljóðfærunum og tómleg þögn tekur við. „Nú kemur næsta lag,“ segir Tomasz og byrjar samstundis að hreyfa sig í takt við tónlistina. PóGó trúir því varla að þetta sé hægt: að raða tónum hljóðfæra í ákveðna röð og búa til svo mögnuð listaverk. Ég vildi óska að drottningin af Poff hefði réttar upplýsingar um mannfólkið, hugsar PóGó. Ef hún vissi af tónlist, myndlist og rjómaís myndi hún hætta við verkefnið á stundinni. Ég færi aftur heim til Poff og mannfólkið væri friðað um ókomin ár. Það er því miður engin leið að láta heimaplánetu geimverunnar vita af því sem hún hefur lært. Til þess að ná sambandi
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=