Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum

61 þessu framandi tungumáli, sem PóGó hefur enn ekki sótt. Samt líður geimverunni eins og hún skilji innihaldið og tilfinninguna í orðunum. Tomasz segir að söngstíllinn heiti rapp og sé ljóðlist og tónlist blandað saman. „Er hann reiður?“ spyr PóGó og Tomasz brosir. „Ekki beint reiður en svona … ákveðinn,“ útskýrir hann og rappar með. „You better lose yourself in the music …“ Eminem og Tomasz halda áfram að rappa og píanóið mætir aftur til leiks. Um leið finnur PóGó fyrir óstjórnlegri þörf til að hreyfa sig. Fálmararnir taka að sveiflast, fram og til baka. Smám saman byrjar líkami geimverunnar að fylgja taktinum. Tónlistin hefur vakið eitthvað innra með henni … eitthvað sem hún vissi ekki einu sinni að væri til. „Ertu að dansa?“ spyr Tomasz og virðist skynja hreyfinguna í herberginu. „Dansa?“ spyr PóGó og fæ um leið orðskýringu frá TuNgU. Jú, ætli ég sé ekki einmitt að gera það, hugsar PóGó og verður skyndilega meðvituð um nýstárlegar hreyfingar sínar. Handleggirnir sveiflast í loftinu líkt og fálmararnir. Fæturnir stíga til hliðar og til baka, dálítið eins og

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=