60 Á skrifborðinu stendur svartur hnullungur, ekki ósvipaður steinunum á Poff. Tomasz segir að þetta heiti hátalari. Hann þrýstir á takka og um leið heyrist stutt og dálítið krúttlegt hljóð. „Var þetta tónlistin?“ spyr PóGó og fitjar upp á nefið. Tomasz hlær og talar svo allt í einu út í loftið á öðru tungumáli. „Hey Alexa. Please play Lose Yourself with Eminem.“ Áður en PóGó nær að hlaða niður nýja tungumálinu berast undurfagrir tónar frá hátalaranum. „Þetta er píanó,“ segir Tomasz brosandi. Geimveran reynir að sjá fyrir sér hvernig píanó gæti litið út en ekkert sem hugurinn kallar fram nær utan um fegurðina sem fyllir herbergið. PóGó líður sem tónarnir dansi í rýminu, fari upp og niður í litlar slaufur. Allt í einu hættir píanóið að spila og þéttur taktur tekur við. „Nú kemur gítarinn inn,“ útskýrir Tomasz og hreyfir höfuðið í takt við lagið. „Og svo Eminem.“ Lagið hefur breytt um stefnu, er orðið harðara og ákafara. Þegar djúp rödd byrjar að tala yfir lagið kemur í ljós Eminem er ekki hljóðfæri heldur manneskja. Hann talar á
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=