59 versta er að geimveran finnur til töluverðar samkenndar með mannfólkinu. Hana grunar að Poffarar gætu verið að gera skelfileg mistök en verður víst að fylgja fyrirmælunum, þannig er geimveran jú gerð. Á morgun mun hún ljúka við rannsókn sína og skrifa hjá sér síðustu athugasemdirnar. Eftir það hefur PóGó sólarhring til þess að gera við geimskipið og fljúga á brott. „Ertu að koma?“ spyr Tomasz og heldur hurðinni opinni. PóGó laumast hljóðlega beina leið inn í herbergi. Þegar Tomasz hefur lokið við að borða kvöldmat sækir hann dýnuna og setur á svefnherbergisgólfið. PóGó fær að hafa mjúka teppið og kemur sér þægilega fyrir. Ísinn setti magann vissulega í dálítið uppnám en var bara svo góður. „Er þér sama þótt ég kveiki á tónlist?“ spyr Tomasz allt í einu. Samkvæmt TuNgU er tónlist samansafn hljóða og tóna. Mannfólk býr til og hlustar á tónlist til þess að upplifa ánægju og aðrar tilfinningar. Sjálf er geimveran hálf örmagna og veit ekki hvort hún ræður við að hlusta á tónlist. Hún vill þó helst ekki segja nei við Tomasz sem hefur reynst henni svo vel. „Auðvitað,“ svarar PóGó og þykist vita allt um það hvernig tónlist hljómar.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=