Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum

57 gefur hópnum illt auga. Eftir smá stund lægir í vindganginum en PóGó þorir ekki að sleppa taki af borðinu alveg strax. „Þetta er bara laktósaóþol,“ flýtir Tomasz sér að útskýra. Sindri og Mars stara steinhissa á PóGó og frá horninu berst hávær hlátur. Þorbjörgu fannst prumpið greinilega mjög fyndið því hún getur ekki hætt að hlæja. Kiran lítur í kringum sig en sér hvorki tangur né tetur af PóGó. Hún heldur því eflaust að eitthvert krakkanna hafi rekið svona svakalega við. „Jæja, ekki meiri ís fyrir Pógó. Ég þarf að geta sofið í nótt,“ segir Tomasz og krakkarnir hlæja.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=