Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum

56 meðan geimveran borðar ísinn, sem henni reiknast að sé ekki nema 310 grömm. „3 sekúndur!“ hrópar Sindri og stöðvar skeiðklukkuna. „Það þýðir að þú ert um það bil eina sekúndu að borða hundrað grömm.“ „Vó! Þú værir þá ekki nema 10 sekúndur með heilan lítra,“ segir Adam spenntur. „Þú myndir gjörsamlega valta yfir þetta heimsmet!“ Um leið og Adam sleppir orðinu fer magi geimverunnar að ókyrrast. Fyrst finnur hún fyrir litlum loftbólum en svo byrjar kviðurinn að þenjast út. „Ó, nei!“ segir PóGó og horfir niður. „Hvað er í gangi?“ spyr Mars og krakkarnir stara á PóGó með skelfingarsvip á andlitinu. „Ég þarf …“ byrjar PóGó en kemst ekki lengra því prumpið vill út og það strax. PRUUUUUMP! Um leið og geimveran byrjar að prumpa grípur hún í borðið. Hún þarf að ríghalda sér til þess að fljúga ekki rakleitt upp í loft. Krakkarnir flissa og starfsmaðurinn

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=