55 ákafa. Svo blæs hann enn einu sinni út úr sér tyggjókúlu en nú svo stórri að hún þenst út yfir afgreiðsluborðið. PóGó horfir á kúluna nálgast ísinn sinn og hjartað byrjar að slá hraðar. Fálmararnir fara á fullt og senda frá sér ítrekuð hættuskilaboð. Ef kúlan nær örlítið lengra getur hún sprungið og dreift kvefsýklum yfir ísinn! Áður en PóGó nær að hemja sig hefur annar fálmarinn teygt sig að tyggjókúlunni. Unglingurinn lítur beint á geimveruna um leið og fálmarinn opnast. Svo skýst út úr honum pínulítilli nál sem sprengir kúluna. „Gaur …“ segir unglingurinn og gapir. Nú hlýtur hann að fatta að ég er alvöru geimvera, hugsar PóGó og reynir að brosa en það kemur út eins og klaufaleg gretta. Næst teygir PóGó sig varlega eftir ísnum. Sonja, Adam og krakkarnir stara stjarfir í átt að afgreiðsluborðinu. Meira að segja Tomasz virðist skynja hvað gengur á. „Flottur búningur, ha!?“ segir Mars allt í einu og kemur PóGó til bjargar. „Við pöntuðum hann sko á netinu. Ég get sent þér link ef þú vilt.“ „Ókei, vottever,“ svarar unglingurinn og fer aftur í símann sinn. Mars dregur geimveruna frá afgreiðsluborðinu. Þau setjast með ísinn og anda léttar. Sindri tekur tímann á
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=