Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum

53 „Sæll … eh … starfsmaður,“ segir PóGó hikandi. „Næs geimverubúningur,“ svarar unglingurinn. Svo blæs hann út úr sér annarri kúlu. Í þetta sinn springur kúlan áður en hún mjög stór. Kvefsýklarnir lenda á gólfinu. „Takk,“ svarar PóGó og lætur sem ekkert sé. „Gæti ég vinsamlega verslað af þér 807 grömm af rjómaís?“ „Gaur, ertu sjötugur? Af hverju talarðu eins og gamall kall? Svo er bara hægt að kaupa hálfan eða heilan lítra.“ Heill lítri, hugsar PóGó og reiknar hratt. Það væri alveg 193 grömmum meira en heimsmetið. Einn lítri kostar líka of mikið. Geimveran á ekki nema fjóra gullpeninga og sex silfurpeninga. Hún lætur því duga að fá sér lítinn ís í boxi, sem eins konar upphitun, eða æfingu, fyrir heimsmetið. „Viltu sósu?“ spyr unglingurinn og PóGó hristir höfuðið í hneykslun. „Sósu?“ svarar PóGó. „Af hverju myndi ég eyðileggja ísinn með sósu? Ís er það fullkomnasta sem ég hef fundið í öllum sólkerfum alheimsins!“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=