52 springur tyggjókúlan og fálmararnir nema nokkur þúsund sýkla í loftinu. Yfirleitt væru kvefsýklar nóg til þess að geimveran missti matarlystina. Hún hefur hins vegar ekki getað hætt að hugsa um rjómaísinn síðan hún bragðaði hann í gær. Þessa stundina hefur PóGó mestar áhyggjur af því að unglingurinn hringi á lögregluna. Ef hann lætur yfirvöld vita að geimvera gangi laus, þá fæ ég kannski aldrei ís aftur, hugsar PóGó og finnur fyrir hnút í maganum. „Öh, jú! Ég er víst í búning,“ svarar Mars með hendur á mjöðmum. „Sérðu það ekki? Ég er vandræðaunglingur.“ Unglingurinn pírir augun og mælir Mars út, með efasemdarsvip á andlitinu. Sindri snýr sér snöggan hring á hjólastólnum og segir stoltur: „Og ég er sko Haraldur Ingi, sem rampaði upp Ísland.“ „Ó …,“ svarar unglingurinn á bak við afgreiðsluborðið. „Ókei, flottir búningar þá. Ætla fleiri að fá bragðaref?“ Þegar krakkarnir hafa öll verið afgreidd gefa þau PóGó afganginn af klinkinu sínu. Krakkarnir fá sér sæti við stórt borð en Þorbjörg og Kiran sitja og horfa út um gluggann með sitthvorn trúðaísinn. Úr því að starfsmaðurinn sér geimveruna er víst ekkert sem stoppar hana frá því að kaupa sinn eigin ís.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=