Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum

49 ER ÖSKUDAGUR EÐA? Eftir að kennslu lýkur fer PóGó niður í anddyri skólans og finnur þar Tomasz og Mars. Þau sitja á bekk og Mars er niðursokkið í að skissa í stóra svarta bók. Hán teiknar og lýsir myndinni jafnóðum fyrir Tomaszi. „Naruto er með gult hár og blátt hárband með silfruðu merki,“ segir Mars og teiknar fastar ofan í útlínurnar á merkinu. „Finndu hér,“ segir Mars og stýrir hönd Tomaszar að blaðsíðunni. Hann strýkur fingri yfir útlínurnar og brosir. „Töff! Viltu teikna Sakura næst?“ spyr Tomasz og Mars flettir yfir á næstu síðu. PóGó hefur alltaf elskað að teikna en almennt eru Poffarar ekki mikið fyrir myndir. Á Poff þekkist engin list, ekki eins og á plánetunni Jörð. PóGó dáist að því hvernig mannfólk hefur skreytt veggina með alls kyns myndum. Utan um sumar myndirnar hafa verið settar spýtur, eins og til að sýna þeim enn meiri virðingu. Sumar spýturnar eru útskornar og skrautlegar. Kannski get ég einn daginn sett svona spýturamma utan um eina af mínum eigin teikningum, hugsar geimveran og bros

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=