48 Ég kinka kolli og ákveð að segja ekkert um kettina við Sindra. Hann heldur áfram að þylja upp heimsmet. „Þú ert til dæmis fyrsti Poffarinn til að borða rjómaís. Svo ertu fyrsta geimveran sem les bók á skólabókasafni … svo við vitum til,“ segir Sindri og yppir öxlum. „Ég var líka fyrsti Poffarinn sem prumpaði í lofthjúpi Jarðar,“ bætir PóGó við. Sindri hlær dátt og PóGó prófar að hreyfa raddböndin til þess að framkalla sama hljóð. Hláturinn líkist lítið mennskum hlátri en tilfinningin sem fylgir er skondin og skemmtileg. „Þú ert pottþétt fyrsti Poffarinn sem eignast vini á Jörðinni,“ segir Sindri og brosir. PóGó sendir honum bros til baka. Heima á PóGó marga vini og veit því vel hvað það er að þykja vænt um aðrar verur. Vissulega mætti kalla krakkana vini mína, hugsar PóGó en man um leið eftir verkefni sínu. Eftir örfáa daga er þetta allt búið. Endalokin nálgast og ég get ekkert gert til þess að stöðva þau. Eða … ég held ekki.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=