Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum

47 PóGó tekur við bókinni og opnar hana fyrir miðju. Á opnunni má sjá ljósmynd af manneskju sem samkvæmt myndatextanum var 251 sentímetri á hæð. Maðurinn var svo hávaxinn að hann þurfti að beygja sig til þess að standa uppréttur inni í húsinu sínu. Á næstu blaðsíðu er mynd af konu sem er fullorðin en ekki nema ungbarn að stærð. Geimveran flettir áfram en ekkert af því sem hún sér stemmir við gögnin hennar. Í bókinni má sjá manneskjur með ótal málmlokka í andlitinu, húðflúr um allan líkama og mann með mjög teygjanlega húð. Á einni síðunni er kona sem var með svo langar neglur að hún gat ekki lengur skeint sér. Mannfólk er greinilega enn furðulegra en ég hélt, hugsar PóGó og flettir áfram. Eftir nokkrar blaðsíður kemur geimveran að heimsmeti sem vekur áhuga hennar. Árið 2017 borðaði maður að nafni Isaac Harding-Davis 806 grömm af ís á einni mínútu. Fyrir það varð hann heimsmethafi og uppskar frægð og frama. „Ég gæti toppað þetta met,“ segir PóGó við Sindra og sýnir honum myndina. Sindri kinkar kolli. Svo segir hann nokkuð sem PóGó hafði ekki hugsað út í. „Allt sem þú gerir er reyndar heimsmet, því þú ert örugglega fyrsta geimveran til að gera það á plánetunni Jörð.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=