46 um mannslíkamann og mannfræði. Gulu miðunum fjölgar á borðinu. Það er svo margt sem PóGó hafði ekki hugmynd um. Mannfólk fær til dæmis eitthvað sem kallast gæsahúð, þrátt fyrir að hafa engin líffræðileg tengsl við fugla. „Hvað ertu að lesa?“ PóGó snýr sér við og sér að þar stendur Sindri. „Sindri!“ segir PóGó hissa. „Þú stendur?“ Hann brosir og færir sig nær borðinu. Þá sést að hann heldur sér uppi á einhvers konar grind, með smáum hjólum. „Já, ég get sko gengið, ef ég er með göngugrindina. Það er frekar þröngt á milli bókahillanna og ég kemst ekki almennilega um á hjólastólnum.“ PóGó horfir í kringum sig og sér að bókasafnið er illa skipulagt. Með því að hækka bókahillurnar upp í loft væri hægt að hafa lengra á milli þeirra. Þá gæti Sindri rúllað sér um án vandræða. Hann virðist þó ráða vel við göngugrindina og röltir hægum en öruggum skrefum að næstu bókahillu. „Sástu þessa?“ spyr hann og dregur fram Heimsmetabók Guinnes.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=