Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum

45 því litla athygli. Hún er greinilega mun yngri en hinir krakkarnir og á líklega að sitja hjá yngsta skólastiginu. Stóru krakkarnir virðast ekkert kippa sér upp við að hún sitji til borðs með þeim. Þorbjörg dregur upp spjaldtölvu og bendir á mynd af tölunni 7. Þetta er sniðug græja með fullt af myndum. Á skjánum eru ýmis tákn. Með því að benda segist Þorbjörg eiga bröndótta kisu sem heitir Granóla. PóGó hefur sem betur fer ekki séð kött á ferli og vonar að það gerist aldrei. Kettir voru fyrstu geimverurnar sem komu til Jarðar til þess að útrýma mannfólki. Eftir stutta dvöl leið köttunum hins vegar svo vel að þeir snarhættu við að kála fólkinu og gerðust gæludýr þeirra í staðinn. Í árþúsundir hafa kettir stjórnað mannfólki, með mali sínu og mjúkum feldi. Fólk fattar ekki einu sinni að það sé kattaþrælar. Mannfólk stjanar við kettina, veitir þeim húsaskjól, gefur þeim að éta og strýkur þeim. Svo kúka kettirnir í sandkassa og fólk mokar upp kúknum með lítilli skóflu og bros á vör. PóGó finnur til með Þorbjörgu að þurfa að þjóna kettinum Granólu en stelpan virðist undarlega ánægð með gæludýrið sitt. Krakkarnir klára að borða hádegismatinn. PóGó hefur enn ekkert borðað í dag og langar reyndar mest af öllu að spara magaplássið fyrir rjómaís eftir skóla. Eftir hádegi munu krakkarnir læra stærðfræði og íslensku. PóGó ákveður að nýta tímann frekar á bókasafninu. Þar kemur PóGó sér fyrir innan um stafla af bókum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=