43 „Vissirðu að skólinn okkar var byggður árið 1959 og sumir segja að það séu að minnsta kosti fjórir draugar í kjallaranum?“ segir Adam spenntur. PóGó heyrir vel hvað hann segir en hugurinn er þjakaður af áhyggjum. Geimverunni finnst eins og þungur Gúbbelblúbb hangi á bakinu á henni, með sinn langa rana og risastóra rass. Það eru ekki margar dýrategundir eftir á Poff en Gúbbelblúbbar eru í uppáhaldi hjá drottningunni og hafa því verið friðaðir. Hvað ef ég kemst aldrei aftur heim til Poff? hugsar PóGó og byrjar að svitna. Allt í einu finnur geimveran lítinn lófa strjúka á henni loðna kinnina. Smávaxin stelpa hefur prílað upp á bekkinn og tekið báðum höndum um andlit PóGó.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=