42 KATTARÞRÆLAR OG HEIMSMET Í hádeginu fylgir geimveran krökkunum í matsal skólans. Hún býst að sjálfsögðu við fangelsisfæði en sýnist börnin flest ánægð með matinn. „Hvað er þetta?“ spyr PóGó og bendir á diskinn hennar Sonju. „Steiktur fiskur,“ svarar hún. PóGó hermir eftir einföldum handahreyfingunum. Kosturinn við táknmál er að það heyrir enginn í okkur, hugsar PóGó. Það gæti komið sér vel í ýmsum aðstæðum, til dæmis á leynilegum fundum. Sindri segir að með fisknum séu kartöflur og eitthvað sem heitir remúlaði. Geimverunni finnst það fyndið því afi hennar heitir einmitt Remúl og hún kallar hann alltaf Remúlafi. PóGó hefur reyndar ekki hitt afa sinn síðan hann fór í verkefni fyrir 4000 árum síðan. Remúlafi sneri aldrei aftur heim og síðan PóGó brotlenti hefur geimveran innst inni óttast að hljóta sömu örlög. Geimskipið er jú illa leikið og því ekki alveg öruggt að PóGó að komist aftur heim til sín.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=