41 eða vegna sjúkdóms. Kannski fæddist hann bara svona. Það geta verið alls konar ástæður fyrir því að hann er einhentur.“ „Ég held ég þurfi tvo gula miða fyrir þetta,“ segir PóGó og skrifar niður orðið einhentur. Tíminn hefst og Rósa, íþróttakennarinn, á ekki í neinum vandræðum með að hlaupa fram og til baka. Þegar tímanum lýkur losar hún fótlegginn af sér og þurrkar hnjáliðinn með þvottapoka. Svo smellir hún fætinum aftur á sinn stað og fær sér sopa af vatni. Síðan geimveran lenti á Jörðu fyrir tæpum sólarhring hefur hún séð marga merkilega hluti. Þessi málmfótur er þó líklega það langflottasta. PóGó veltir fyrir sér hvort hægt sé að bæta við sig útlimum. Það kæmi sér stundum vel að hafa fleiri hendur.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=