40 blæs hátt í smáa flautu. Þetta er ung kona með sítt hár sem bundið hefur verið í ótal litlar fléttur. Fálmararnir skanna konuna og senda frá sér viðvörunarmerki. „VARÚÐ! Við erum ekki örugg hér!“ segir PóGó við krakkana og ýtir þeim aftur fyrir sig. „Ha?“ spyr Tomasz hissa og Sindri og Mars virðast ekkert skilja hvað PóGó á við. „Sjáiði hægri fótlegginn! Íþróttakennarinn er augljóslega vélmenni!“ „Rósa er ekki vélmenni!“ segir Adam en hikar og hnyklar brýnnar. „Eða … ég held allavega ekki að hún sé það.“ Mars springur úr hlátri og dregur upp símann. Hán slær inn orðið stoðtæki og sýnir PóGó ótal myndir. Á einni myndinni má sjá hlaupara með gervifót og gullmedalíu um hálsinn. Önnur mynd sýnir karlmann með gervihandlegg. Hann heldur á ungabarni og gefur því að drekka úr pela. Barnið virðist ekki í uppnámi. Það grætur ekki og sýnir í raun engin merki um ótta. „Geta vélmenni eignast börn?“ spyr PóGó og Mars fórnar höndum. „Maðurinn er ekki VÉLmenni PóGó! Þetta er bara mjög venjulegur maður. Kannski missti hann handlegginn í slysi
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=