39 „Skólinn er að byrja! Við Sonja erum í landafræði í fyrsta tíma,“ segir Adam spenntur. „Vissirðu að einu sinni voru öll löndin tengd saman í eitt risastórt meginland sem hét Pangea?“ Tomasz býður PóGó að koma með í náttúrufræði til þess að læra meira um mannfólkið. Áður en þau koma inn í stofuna dregur geimveran derhúfuna niður að augum. Svo setur hún upp hettuna til þess að vekja ekki athygli hinna krakkanna. PóGó hefur litlar áhyggjur af kennaranum sem er greinilega mjög fullorðinn. Hann virðist reyndar svo rosalega gamall að PóGó efast næstum um að hann lifi kennslustundina af. PóGó sest á auðan stól næst veggnum og felur sig bak við stóra kennslubók sem heitir Maðurinn. Strax á fyrstu blaðsíðu sér PóGó nokkuð sem þarf að bæta í bæklinginn. „Eyrnamergur er fita og vax sem myndast … “ byrjar PóGó að skrifa og hryllir sig. Mannfólk er ansi subbuleg dýrategund. Í bókinni eru upplýsingar um gröft, slím, hor og fleira sem PóGó hafði ekki hugmynd um. Smám saman fyllist borðið af gulum miðum. Í lok tímans treður PóGó þeim ofan í bakpokann og fylgir krökkunum fram. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Sindra gengur í íþróttum, hugsar PóGó og reynir að ímynda sér hvernig hann fari í handahlaup, notandi hjólastól. Það eru mikil læti í íþróttasalnum og kennarinn
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=