38 sá óþægilegi grunur að kannski sé ekkert til sem heitir dæmigerð manneskja. Það þýðir að þekking Poffara á mannkyni sé byggð á algjörum misskilningi. PóGó veltir fyrir sér hvort hægt sé að útrýma heilli dýrategund án þess að vera 100% viss um að hún þurfi að deyja. Sindri og krakkarnir hafa líka spurningar fyrir PóGó. Þau vilja vita hvort geimverur éti fólk og spyrja hvernig fálmararnir virka. Geimveran er hins vegar sjálf frekar upptekin af því hvað Sonja og Sindri eru lík. „Af hverju eru þið með sama andlit?“ spyr PóGó og bendi á þau til skiptis. Aftur hlæja krakkarnir og geimveran er farin að halda að hlátur sé einhvers konar krakkakækur. Hún er í það minnsta handviss um að hafa ekki sagt brandara í þetta skiptið. „Þau eru tvíburar,“ svarar Mars. Sonja stillir sér brosandi upp við hliðina á Sindra. „Tví-burar?“ spyr ég og leitar að þýðingunni í TuNgU. „Meinarðu að þau hafi bæði komist fyrir í legi móður sinnar á sama tíma? Það er aldeilis mögnuð móðir!“ Enn og aftur hlæja krakkarnir. Áður en PóGó fær svar heyrist bjölluhljómur frá skólanum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=