37 Á leið sinni til Jarðar lagði PóGó nokkra jarðarbrandara á minnið. Þetta var ekki einn þeirra. Samt hlæja krakkarnir eins og þetta hafi verið svakalega fyndið. „Getið þið vinsamlega hætt að hlæja að mér?“ biður PóGó og setur upp ákveðnasta svipinn sinn. „Hver er tilgangurinn með þessum stólahjólum? Af hverju gengur þú ekki bara um á afturfótunum eins og vinir þínir?“ Sindri hættir að hlæja og útskýrir að hann sé með CP. PóGó teygir sig í gulan miða og skrifar hjá sér helstu atriðin sem Sindri nefnir. Samkvæmt bæklingnum notar manneskja tvo fótleggi til þess að ferðast um. Þar er ekkert að finna um CP eða það sem krakkarnir kalla fatlanir. „CP er hreyfihömlun,“ segir Sindri, greinilega vanur að útskýra fötlunina. Sumir sem eru með CP nota engin hjálpartæki við gang, aðrir þurfa til dæmis spelkur eða hjólastól. Það er mjög misjafnt eftir því hvernig lömun fólk er með.“ PóGó rennir yfir stuttan kafla um sjúkdóma en þar stendur að veikt fólk eigi að vera á spítala. Sindri er ekki á spítala heldur bara í skóla eins og vinir hans. Tomasz er ekki heldur á spítala þrátt fyrir að vera blindur. Hið sama gildir um Sonju, sem heyrir ekki stakt orð sem PóGó segir. Adam er mjög ólíkur dæmigerðum dreng af tegundinni Homo Sapiens. Svo er það Mars, sem er hvorki stelpa né strákur heldur stálp. Það læðist að PóGó
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=