35 fótbolta, körfubolta, handbolta og örugglega bara allar boltaíþróttir. Það er sko ekki ein manneskja betri í marki en Mars, að minnsta kosti ekki í þessum skóla. Kannski í einhverju öðru hverfi. En ég veit það ekki því ég hef ekki spilað fótbolta þar.“ „Mars? Eins og plánetan Mars? Það er nú ekki hefðbundið strákanafn,“ segir geimveran ringluð. „Nei, enda er ég ekki strákur,“ svarar Mars og brosir. „Ó, þú ert sem sagt stúlka, ég skil,“ svarar PóGó og kinkar kolli. „Neibb, ekki heldur,“ segir Mars hlæjandi. „Ég er stálp.“ PóGó grípur bæklinginn upp úr bakpokanum og skoðar aftur fyrstu blaðsíðurnar. „Ég finn ekkert um stálp. Það er ekki til.“ „Þú ættir kannski að halda áfram að uppfæra þennan bækling,“ segir Tomasz. „Æ, það er oft bara talað um tvö kyn. Þau eru samt miklu fleiri,“ segir Mars. „Ég er kynsegin. Þótt þú finnir það ekki í bæklingnum þínum þá er það samt til.“
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=