33 inn á milli. Hann fullvissar geimveruna um að hinir krakkarnir muni taka henni vel. Svo lofar hann að enginn muni hálshöggva PóGó eða tilkynna til yfirvalda. „Ég þarf á höfðinu að halda, sjáðu til,“ ítrekar PóGó og nuddar grannan hálsinn. „Kannski það sé samt best að þú setjir upp hettuna … bara svona til öryggis …“ svarar Tomasz og beygir í átt að skólanum. Skólabyggingin er ekki lokuð af með háum fangelsisveggjum. Fyrir utan hana eru þó einhvers konar grindur í ýmsum litum. Þar hanga nokkur börn á hvolfi, eflaust að fá útrás fyrir sinn innri apa. Það er ekki svo langt síðan mannskepnan þróaðist frá því að ganga á fjórum fótum. PóGó hefði haldið að þeir sem hönnuðu skólana vildu frekar hjálpa börnum að berjast á móti hinu forna eðli. Þannig gætu börnin þroskast og þróast í átt að siðmenntuðum einstaklingum. Á lóðinni eru ekki bara klifurgrindur heldur einnig hangandi bíldekk sem börnin sitja á og sveifla sér í fram og til baka. PóGó skilur ekkert hvað bíldekk hafa með nám að gera en eltir Tomasz að fótboltavelli við skólann. Þar bíða Adam og Sonja en einnig tveir krakkar í viðbót. Við hlið Adams stendur krakki með rautt hár sem vísar beint upp í loft. Krakkinn er með einhvers konar glugga fyrir augunum sem PóGó hefur ekki séð áður. Þarna stendur líka
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=