32 VARÚÐ! Þegar PóGó vaknar er þessi undarlega tilfinning enn til staðar. Um leið og Tomasz vaknar biður geimveran hann um blöð og penna. Hana langar að skrifa hjá sér það sem hún hefur lært um mannfólkið, á meðan það er enn ferskt í minni. „Þið eruð allt öðruvísi en ég hélt. Það er til dæmis ekki orð um blindu í þessum bæklingi,“ segir PóGó og klórar sér í kollinum. Tomasz færir geimverunni lítinn bunka af gulum miðum. Hún skrifar hjá sér nokkur atriði og setur miðana ofan í bakpokann sinn. Því næst rölta PóGó og Tomasz af stað í skólann. Samkvæmt upplýsingum geimverunnar er grunnskóli einhvers konar fangelsi fyrir börn. Þar er börnum er kennt að haga sér eins og fullorðið fólk. „Hvað áttu að læra í dag? Ertu búinn að læra að þegja og hlusta, sitja kyrr og ydda blýanta?“ spyr PóGó og hrukkar ennið. Tomasz hlær og segir að skólinn sé nú reyndar alls ekki þannig. Í skólanum læri börn alls konar skemmtilegar greinar og fái að leika sér og spjalla
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=