31 flettir enn einu sinni í gegnum bæklinginn. Mannfólkið sem hún hefur rannsakað í dag líkist lítið þeim skrítnu skepnum sem bæklingurinn lýsir. Krakkarnir voru hvorki heimskir, vondir né sérlega ljótir. Þau voru aftur á móti vingjarnleg og hlý og meira að segja frekar fyndin og skemmtileg. PóGó lokar bæklingnum og um leið birtast skilaboð á skjánum. Undarleg tilfinning gerir vart við sig innra með geimverunni. Þetta eru ekki vindverkir, heldur eitthvað annað. Hún reynir að hunsa tilfinninguna og dregur teppið upp að höku. Á morgun hlýt ég að finna allt þetta vonda og ómerkilega fólk sem fjallað er um í bæklingnum, hugsar PóGó. Þá mun mér líða betur með að útrýma öllu mannkyni eins og það leggur sig.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=