Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum

30 „TAKK! Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur,“ svarar PóGó hughreystandi. Vindganginum er lokið, ég lofa.“ PóGó eltir Tomasz að húsinu hans. Inni í eldhúsi stendur fullorðinn maður og hrærir í pottum. Þetta er líklega faðirinn, hugsar PóGó og gengur úr skugga um að huliðshjálmurinn sé virkur. „Witaj! Jak się miewasz?“ segir pabbinn á framandi máli. „Bardzo dobrze,“ svarar Tomasz áður en PóGó nær að hlaða niður tungumálinu pólsku. Tomasz fylgir PóGó inn í herbergið og fer svo fram til að borða kvöldmat með pabba sínum. PóGó hefur aldrei áður komið inn á heimili mannfólks svo það er margt að skoða. Þetta er ekki svo ólíkt heimilunum á Poff. Upp við vegg er umbúið rúm með röndóttu teppi. Þykkur pelsinn hefur reynst geimverunni vel og haldið á henni hita. Það er þó verulega freistandi að skríða undir teppið í örskamma stund. PóGó tyllir sér á rúmbríkina og strýkur lófanum yfir mjúkt teppið. Kannski bara nokkrar mínútur. Þetta hefur verið langur dagur og PóGó þarf sárlega á hvíld að halda. Brotlendingin hafði heilmikil áhrif, sem og óvæntur lendingarstaðurinn, krakkarnir, heiti potturinn og ísinn sem setti magann á hvolf. PóGó býst við öðru eins á morgun og þarf búa sig undir það, bæði líkamlega og andlega. Geimveran hjúfrar sig undir teppinu og Witaj! Jak się miewasz?: Halló! Hvernig hefurðu það? Bardzo dobrze: Mjög gott

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=