Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum

29 „Ég þarf að fara heim í kvöldmat,“ segir Tomasz og stöðvar pípið. Sonja og Adam kveðja og ganga samferða í vesturátt. Tomasz segist búa í næsta húsi og býður góða nótt. PóGó verður hugsað til brotinnar framrúðunnar á geim- skipinu sínu. Samkvæmt fálmurunum mínum á að kólna enn meira með kvöldinu. Einhvers staðar verð ég að komast í skjól yfir nóttina, hugsar geimveran og fitjar upp á nefið. Hún röltir af stað en heyrir svo Tomasz kalla á eftir sér. „Bíddu … PóGó! Hvar ætlarðu að sofa í nótt?“ „Ég veit það ekki alveg … “ svarar PóGó og sækir spjaldtölvuna. „Í bæklingnum stendur að það séu um 16 milljón hótelherbergi á Jörðu. Minnsta hótel heims er í bænum Amberg í Þýskalandi og það stærsta er í Malasíu. Mér sýnist þó ekki eitt einasta hótel vera í göngufæri við mig einmitt núna … “ Tomasz hlustar með samúðarsvip og spyr svo hvernig maginn sé. Geimveran strýkur yfir bumbuna en finnur enga ólgu svo hún segir Tomaszi að allt sé góðu lagi. „Sko … Þú mátt alveg gista hjá mér … en ég er með mjög næmt lyktarskyn …“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=