Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum

27 „Hvað er eiginlega gangi?“ spyr afgreiðslukonan þegar krakkarnir byrja að flissa. Konan snýr sér í allar áttir og skimar eftir því sem krökkunum finnst svona fyndið. Dísætur rjómaísinn dælist áfram upp í PóGó og bragðlaukarnir dansa af gleði. Allt í einu nálgast afgreiðslukonan ísvélina. Hún er gapandi hissa, með uppglennt augu og djúpar áhyggjuhrukkur á enninu. Það er líklega ansi sérstakt að sjá ísinn sprautast úr vélinni og hverfa jafnóðum í lausu lofti. Konan teygir fram höndina til þess að reyna að stöðva vélina. PóGó kyngir síðasta bitanum, sleppir handfanginu og hleypur aftur til krakkanna. Þau eiga erfitt með að halda niðri í sér hlátrinum þegar þau sjá andlitið á PóGó, útatað eftir ísinn. Bak við afgreiðsluborðið klórar konan sér ringluð í kollinum. Þegar út er komið springa krakkarnir loks úr hlátri. Svo spyr Sonja geimveruna hvort henni hafi þótt ísinn góður. „Ís er það besta sem ég hef bragðað,“ svarar PóGó og brosir. Um leið og geimveran sleppir orðinu finnur hún að maginn er ósáttur við magnið sem hún dældi í hann. Háir skruðningar berast frá kviðnum og PóGó veit upp á sig sökina enda hafa Poffarar fimm sinnum minni maga en mannfólk.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=