Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum

26 reynist hins vegar ekki selja frosið vatn eins og PóGó hafði haldið. Krakkarnir kaupa sér risastór pappaglös með hvítu, köldu gumsi, brúnni leðju og litríkum molum. Sonja fullyrðir að PóGó verði að smakka og kaupir lítinn ís í brauði. PóGó þykir tilhugsunin frekar ógirnileg en nær ekki að hætta við. Sonja snýr aftur með einhvers konar kexkeilu á hvolfi og í henni er eitthvað sem minnir á hvítan kúk. „Á ég að setja þetta upp í mig?“ spyr PóGó efins. Sonja kinkar kolli. Adam og Tomasz skófla upp í sig hvíta gumsinu. Það er þá líklega ekki kúkabragð af ísnum, hugsar PóGó og rekur hikandi út úr sér fjólubláa tunguna. Um leið og tungan snertir kaldan ísinn er eins og þúsund glitrandi regnbogar lendi á bragðlaukunum. PóGó hefur aldrei upplifað annað eins! Sælustraumur fer um líkamann þegar PóGó fær sér stóran bita af ísnum. Sé hamingjan til hefur geimveran fundið hana hér, í ísbúðinni. Það tekur ekki nema 3,2 sekúndur að gleypa allan ísinn. Adam og Sonja hlæja og segja Tomaszi hvað gerðist. PóGó finnst reyndar ekkert fyndið við það að ísinn sé búinn og langar í meira. Í ísbúðinni vinnur miðaldra kona sem getur sem betur fer ekki séð geimverur. Án þess að hika stekkur PóGó inn fyrir afgreiðsluborðið, fleygir sér að ísvélinni og hallar höfðinu undir stútinn. Svo grípur PóGó handfangið og dælir ísnum beint upp í munninn á sér.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=