Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum

24 „Er ég líka orðinn blindur?“ spyr PóGó forviða og krakkarnir flissa. „Nei, það er dimmt á kvöldin“ svarar Adam og heldur áfram. „Það er reyndar ekki komið kvöld en Jörðin hallar. Þess vegna snýr Ísland í burtu frá sólinni. Sko, á veturna. Á sumrin er hins vegar bjart allan sólarhringinn. Þá sef ég með grímu yfir augunum.“ PóGó reynir að meðtaka upplýsingaflóðið. Adam þylur upp ótal staðreyndir um jafndægur, ljósaskipti og skammdegi. Eftir langan fyrirlestur er PóGó samt litlu nær. Það er erfitt að læra svona skelfilega mikið á einum degi. Bæklingurinn í spjaldtölvunni inniheldur greinilega mjög takmarkaðar upplýsingar. Kannski ég ætti að leiðrétta bæklinginn, bæta við því sem ég hef lært um lífið á Jörðu, hugsar PóGó og teygir sig í spjaldið. „Sér mannfólk sem sagt mjög vel í myrkri?“ spyr PóGó hópinn og klórar sér í kollinum. „Ég sé allavega ekki neitt,“ svarar Tomasz og útskýrir betur. „Í birtu get ég séð útlínur og skugga en á kvöldin þarf ég að treysta á hin skilningarvitin. Blinda getur þýtt svo margt. Sumir fæðast blindir eða fá sjúkdóma sem valda blindu. Aðrir missa sjónina eftir slys. Svo er til fullt af fólki sem fæðist án annars augans eða jafnvel

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=