Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum

„Þessir eru flottir!“ segir Adam og heldur uppi tveimur fremur ógnvekjandi árásarvopnum. Geimveran stekkur samstundis í varnarstöðu. Hún ber fyrir sig hendurnar og skipar Adam að afvopnast eins og skot. Krakkarnir hlæja hátt. Þau útskýra að vopnin heiti hælaskór og séu vinsæll fótabúnaður. Því á PóGó erfitt með að trúa. Það getur hvorki verið hollt né gott fyrir fætur að ganga á oddmjóum prjónum. PóGó hristir höfuðið og gramsar í körfunni. Upp koma flatbotna og fóðraðir skór, með löngum böndum. Neðst í körfunni rekst geimveran á eitthvað loðið. Í augnablik heldur hún að hún hafi fundið JóJó frænda sinn. Svo sér PóGó að þetta er bara ósköp saklaus gervipels. PóGó andar léttar, klæðir sig í pelsinn og fagnar því að JóJó frændi hafi ekki verið fleginn lifandi og breytt í kápu. Geimverunni bregður þegar þau koma út. Á meðan hópurinn var í sundi skall á niðamyrkur. Það er líkt og sólin hafi verið þurrkuð út af himinhvolfinu. 23

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=