Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum

22 MIG VANTAR FÖT! „Ertu að koma upp úr?“ kallar Adam. Ég hef greinilega dottað í pottinum, hugsar PóGó og klifrar geispandi upp á bakkann. Krakkarnir eru búin að synda og komin aftur í fötin sín. Kannski ætti ég að klæðast fötum, eins og mannfólkið. Það gæti varið mig fyrir kuldanum, hugsar PóGó með sér og hristir grænan og gegnblautan feldinn. Vatnsdropar fljúga í allar áttir. Gamla manninum bregður þegar droparnir hæfa hann í andlitið. Hann lítur furðu lostinn í kringum sig. Þegar hann sér engan sökudólg lokar hann augunum aftur og lætur axlirnar síga. Geimveran hristir sig alla leiðina að krökkunum og er orðin sæmilega þurr þegar fram er komið. „Mig vantar föt,“ tilkynnir PóGó. Krakkarnir segja lítið mál að redda því. Þau ganga saman að risastórri körfu, fullri af flíkum af ýmsum stærðum og gerðum. „Hérna eru óskilamunirnir. Þeir eru næstum aldrei sóttir,“ segir Sonja með höndunum og yppir öxlum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=