Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum

21 um líkamann. Á Poff er vissulega vatn en það er miklu klístraðra. Þetta vatn er silkimjúkt og áður en geimveran veit af er hún komin á bólakaf. Smám saman líður kuldahrollurinn úr PóGó og loks er hver einasti vöðvi orðinn slakur. PóGó skilur nú enn betur áætlunina um að útrýma mannfólkinu. Þegar hreinsun Jarðar er lokið ætlar drottningin af Poff nefnilega að nýta hana sem sumarleyfisstað. Plánetunni Jörð verður breytt í eina stóra lúxus heilsulind fyrir konungsfjölskylduna. Þetta verður í eina skiptið sem verkamaður eins og PóGó fær að heimsækja Jörðina og því eins gott að njóta þess í botn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=