Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum

20 lítur á stéttina. Litlir punktar mynda línu í átt að stórum glerdyrum hússins. „Viltu koma með?“ spyr Sonja með snöggum handahreyfingum. „Já! Komdu með!“ hrópar Adam. „Ég þarf að vita meira um þig, og plánetuna þína og hvernig þú komst hingað! Hvað borða geimverur eins og þú? Eða borðar þú kannski ekki neitt? Ertu með meltingarfæri? Færðu kannski í magann? Þarftu þá að prumpa … eða eru það bara dýrin á Jörðinni sem reka við?“ Adam heldur áfram að dæla spurningum yfir PóGó. Þegar inn er komið bendir Sonja á bekk þar sem PóGó getur beðið. Krakkarnir skipta liði og halda sig inni í lokuðu herbergi, líklega til þess að klæða sig í sundföt. Á meðan þau synda í stóru lauginni ákveður geimveran að dýfa tánum í vatnið. Hún velur litla kringlótta laug sem merkt er 42–44°c. Það er einmitt kjörhitastig Poffara. Í vatninu situr gamall maður með lokuð augu. Hann hefur ekkert hár á höfðinu en er þess í stað kafloðinn á bakinu, bringu og öxlum. Úfnar augnabrúnir slúta yfir hrukkótt augun. Út úr eyrum og nösum mannsins standa gróf hár. Sem betur fer ver huliðshjálmurinn PóGó frá fullorðnum augum. Maðurinn kippir sér því ekkert upp við nærveru grænu geimverunnar sem stendur á bakkanum við hlið hans. PóGó lætur tærnar síga ofan í volgt vatnið og notaleg tilfinning streymir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=