Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum

19 „Vó, það er sniðugt! Ég væri til í svoleiðis,” segir Adam og brosir risastóru brosi. „Já, mjög töff,“ tekur Tomasz undir. Stúlkan hefur enn ekki sagt orð en horfir rannsakandi á geimveruna. „Hvað heitir þú?“ spyr PóGó og beinir orðum sínum til stúlkunnar. Allt í einu lyftir hún báðum höndum og byrjar að hreyfa fingurna, eins og til þess að mynda með þeim einhvers konar merki. Það tekur nokkrar sekúndur að skipta yfir í íslenskt táknmál í forritinu TuNgU. Með einföldum fingrahreyfingum segist stúlkan heita Sonja. „Ég er döff og heyri ekki með eyrunum, en get notað varalestur þegar ég sé framan í fólk ... og geimverur,“ segir Sonja og brosir. Allt í einu heyrist píp frá einhvers konar tæki á úlnlið Tomaszar. „Sundæfingin er að byrja, við þurfum að drífa okkur inn!“ segir Tomasz og Adam táknar jafnóðum fyrir Sonju. Tomasz snýr sér með stafinn í átt að byggingunni. PóGó

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=