Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum

18 Viðbrögð Adams koma PóGó á óvart. Í bæklingnum var varað við ofsafenginni hræðslu eða lamandi ótta. Þess í stað starir drengurinn á geimveruna. Hann bíður brosandi svars, án þess svo mikið sem að svitna. Stúlkan stendur enn þögul en hallar höfðinu og pírir augun. Tomasz er sá eini sem bregst við eins og bæklingurinn sagði til um. Hann hefur greinilega loksins áttað sig. „Ha? Geimvera!?“ hrópar Tomasz. Hann stígur stórt skref til baka, nær vinum sínum. „Það er ekkert að óttast. Fyrirgefðu að ég blekkti þig. Nafn mitt er ekki Pálína heldur PóGó …“ Geimveran klórar sér í loðnu enninu og reynir að muna ræðuna úr bæklingnum. „Ég er bara auðmjúkur túristi frá fjarlægri plánetu. Mig hefur dreymt um að heimsækja Jörðina síðan ég var agnarsmár ungi.“ Krakkarnir stara opinmynnt á PóGó. Á skannanum sést að hjartsláttur Tomaszar hefur sem betur fer róast. „Þið getið séð mig, af því að þið eruð enn á barnsaldri. Ég er með sérstakan huliðshjálm sem tryggir að fullorðnir sjá mig hvorki né heyra í mér.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=