Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum

16 ERTU GEIMVERA? Þegar PóGó og Tomasz nálgast sundhöllina heyrast raddir og köll. Tvö börn standa fyrir framan hvíta byggingu sem merkt er SUNDLAUG með stórum stöfum. Ó, nei! hugsar PóGó sem hélt að þau Tomasz yrðu ein í sundi. „Hæ krakkar,“ segir Tomasz. „Þetta er Pálína, hún er ný í hverfinu.“ „Ný á Jörðinni meinarðu?“ spyr lágvaxinn dökkhærður drengur með einhvers konar skálar yfir eyrunum. PóGó kíkir í snarhasti í bæklinginn en finnur engar upplýsingar um eyrnaskálarnar. Við hlið drengsins stendur stúlka með krosslagða handleggi og mælir geimveruna út. Stúlkan er líka með óvanaleg eyru, því utan um annað þeirra er bleikt tæki sem PóGó hefur aldrei séð áður. „Hæ, ég heiti Adam. Ertu geimvera?“ spyr dökkhærði drengurinn blátt áfram.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=