Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum

12 Poffurum að tala við hinar ýmsu tegundir, rétt áður en þeim er útrýmt. Það tekur forritið örskamma stund að hlaða niður réttu tungumáli. PóGó nálgast krullhærðu veruna varlega. Unglingurinn heldur fyrir framan sig hvítu priki og slær því til og frá með snöggum hreyfingum. „Góðan daginn,“ segir geimveran og talar skyndilega íslensku eins og ekkert sé. Unglingurinn snýr sér í átt að PóGó og heilsar. Hann leggur ekki á flótta heldur stendur bara kyrr. Það er næstum eins og hann sé ekkert hræddur. Eins og honum bregði alls ekki við það að hitta loðna græna geimveru. „Vinsamlega leggðu frá þér vopnið,“ segir PóGó með ákveðnum tóni. „Vopnið?“ spyr unglingurinn og hlær. „Meinarðu hvíta stafinn minn?“ PóGó virðir hvítt prikið betur fyrir sér en finnur ekki merkingu fyrir hvíta stafinn í forritinu TuNgU. Enn hefur unglingurinn ekki sýnt nein viðbrögð við útliti geimverunnar. Það er nokkuð augljóst að PóGó er ekki af þessum heimi. Samt kippir unglingurinn sér hvorki upp við fálmarana né feldinn. Hann segist heita Tomasz og vera 13 ára gamall.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=